Jú sjáðu til Ron er yngstur af 6 bræðrum sem allir hafa skarað fram úr hver á sínu sviði.
Bill var nemendaformaður og skaraði fram úr í náminu.
Charlie var quidditch fyrirliði og besti leitari sem skólinn hafði haft í mörg ár.
Percy var líka nemendaformaður (reyndar bara orðinn umsjónarmaður á þessum tíma) og með afbragðseinkunnir.
Fred og George stóðu sig vel í námi þrátt fyrir að vera stöðugt að hrekkja aðra og fíflast. Þeir eru jafnframt hrókur alls fagnaðar hvar sem þeir koma og eru afbragðs quidditch-leikmenn.
Ef Ron fær ekki brillíant einkunnir eins og Bill og Percy segir fólk “hmmm.. ekki eins klár og bræður hans.” En ef hann fær eins góðar einkunnir og þeir segir fólk bara “já það var nú ekki við öðru að búast, eins og stóru bræður hans.” Eina leiðin til að hann fái einlægt hrós er ef hann slær bræðrum sínum við og verður með ennþá hærri einkunnir en þeir, en það er varla möguleiki. Til þess þyrfti hann að vera ennþá klárari en jafnvel Hermione.
Ef Ron verður góður í quidditch segir fólk á sama hátt “já… eins og bræður hans.” og hann þarf að vera nokkuð góður til að fólk segi ekki “iss.. hann er nú talsverður eftirbátur bræðra sinna.”
Ekki getur hann heldur slegið í gegn með húmor og fíflaskap öðruvísi en að vera í skugga bræðra sinna.
Það sem Ron þráði einna helst var að vera bestur í öllu til að slá þeim við. Eina leiðin til að vera betri en þeir allir er að vera góður í öllu!
Það var það sem spegillinn sýndi honum, það sem hann þráði mest.
Það hefur þó ekkert með það að gera hvað gerist í framtíðinni. Spegillinn sýnir ekki framtíðina heldur bara dýpstu þrár þess sem horfir í hann.
Aftur á móti getur vel verið að einhverjar af hans dýpstu þrám rætist en það kemur þá í ljós síðar.
Kveðja
Tzipporah