Ég er hrifnust af sögum sem gefa okkur annan vinkil á þá sögu sem við þekkjum nú þegar. Sögur þar sem aðal sögupersónan er einhver sem við þekkjum úr bókunum en höfum ekki kynnst mjög vel hingað til.
Eins og t.d. sögur um Lily, James, Sirius, Lupin og félaga, sögur um Severus Snape, sagan hennar tonks um Næstum hauslausa Nick finnst mér hljóma mjög spennandi.
Hef nú samt líka mjög gaman af sögum sem eru hugsaðar sem framhald af þeim bókum sem eru komnar. Er minnst hrifin af sögum sem snúast um einhverja splunku nýja persónu sem fer til Hogwarts, valtar yfir Harry, sem verður bara aukapersóna og sigrar heiminn.
Kveðja
Tzipporah