Ég er ekki búinn að sjá 3 myndina.. Og skammast mín eiginlega ekekrt fyrir það ;) En ég var bara að spá er hún þess virði að sjá hana =s Er hún eikkað í líkingu við hinar eða er hún betri ??
Hún er meira að segja verri að mínu mati. Klest saman atriðunum og slept helmingnum af mikilvægum hlutum, svo eru leikararnir ömurlegir. En Þetta er bara mitt álit, ég veit ekkert hvernig þér finnst hún.
Ég mæli ekki með henni. Fór á hana og hlakkaði geðveikt til að sjá hana… en svo var hún bara ömurleg! Fullt af atriðum sleppt og í vitlausri röð og svona… Mér fannst meira að segja fyrri tvær myndirnar skárri þó þær séu ekkert sérstakar heldur!
Mér fannst hún betri en hinar tvær. Leikararnir góðir og svona þannig að þú sérð að það eru mjög skiptar skoðanir á þessu. Ég segi þér að sjá hana en búast auðvitað við því að það verði breytingar og atriðum sleppt. Og ekki gleyma því að persónur eru öðruvísi en þú hefur ímyndað þér. (líklega, það væri nú gaman ef þær væru eins) Mér fannst Lupin líta hörmulega út (leikstjóra og búningahönnuði að kenna) en karakterinn komast vel í gegn þrátt fyrir það. Horfðu bara á hana og segðu okkur svo hvað þér finnst.
Þær eru allar ömurlegar, en samt…þriðja myndin er vel gerð og allt það fyrir utan þó nokkuð mörg atriði…eins og varúlfurinn. Ég fékk sjokk þegar ég sá hann…á öllu átti ég von…nema þessu! En hún bara fer ekkert eftir bókinni…góð mynd held ég ef þú hefur ekki lesið bækurnar..en eins og ég sem er húkt á þeim, ekki góð!!!
Mér finnst hún lang besta Harry Potter myndinn, en ég var ekki búin að lesa bókina þegar ég sá hana. Núna er ég búin að lesa bókina og horfa á myndina aftur og finnst hún enn mjög góð.
Bækur og myndir eru mjög ólíkar enda mismunandi styrkleikar. ég er að skrifa grein um mun á myndum og bók reikna með að klára hana um helgina.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..