Mér persónulega finnst enska útgáfan betri. Ég las fyrstu þrjár bækurnar á íslensku ca hálfu ári áður en bók fjögur kom út á ensku. Þegar hún kom svo út ákvað ég að lesa þær fyrstu aftur á ensku tli að hafa orðaforðann á hreinu svo að ég gæti dempt mér í þá fjórðu. Því þó að maður skilji vel ensku þá veit maður t.d. ekki endilega hvað vitsuga er á ensku nema vera búin að lesa um Dementors áður. Ýmiss orðaforði sem þessar bækur hafa sem er erfitt að komast inn í ef maður les þær ekki á sama málinu frá upphafi. Ég er t.d. oft í vandræðum núna með íslenska orðaforðan í bókunum.
Mér finnst Rowling skrifa orðaskipti einstaklega vel og finnst ekki að þýðendur nái því endilega jafn skemmtilega. Eins skrifar hún inn hreim hjá fólki eins og t.d. hjá Hagrid. Hann talar með einhverjum lágstétta enskum hreim, alveg snilld að lesa hann. Eins eru margir brandarar sem skila sér illa í þýðingum.
Ef þú treystir þér til að lesa þetta á ensku þá mæli ég eindregið með því að þú gerir það. Þá færð þú að upplifa sögurnar upp á nýtt með nýju sjónarhorni, auk þess sem þú kemst þá fyrr í að lesa 6. bókina en ella.
Góða skemmtun
Tzipporah