Það er mikið af áhugaspunum hérna á áhugamálinu Harry Potter og þeir eru allir staðsettir í greinum. Er ekki hægt að hafa þá í sérflokki undir áhugaspuna? Mér mundi finnast það miklu þægilegra, og fyrir þá sem lesa mikið áhugaspuna væru þeir aðgengilegri.. Bara hugmynd til stjórnenda…
Þetta hefur marg oft verið rætt hér á vefnum. Við vorum eitt sinn með áhugaspunakubb en inn á hann fengu einungis útvaldir að senda efni því þangað fer efnið óritskoðað. Ekki er hægt að gefa öllum aðgang að slíkum kubbi.
Við vorum þó sammála þér í því að of mikið af spunum væru í gangi og því brugðum við á það ráð að herða reglurnar og hleypa einungis þeim spunum sem okkur fannst skara fram úr í gegn. Þá var ekki lengur þörf á sérstökum áhugaspunakubbi og allir hafa nú tækifæri til að senda inn spuna. Ef þú vilt nánari upplýsingar um þetta bendi ég þér á að skoða umræðuna sem fylgdi í kjölfar greinarinnar “til áhugaspunahöfunda - hertar reglur betri spunar” sem birtist hér fyrir ekki svo löngu síðan,
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..