Ég var að pæla með smá úr þriðju bókinni. Munuði eftir tímabreytirum (lítið hálsmen sem maður snýr eitthvað til að fara aftur í tíman). Hermoine notaði það til að taka fleiri tíma.
Afhverju notuðu t.d. ekki fönixreglan menið til að far aftur í timan og bjarga Sirius? Af hverju leiðrétta þeir ekki allt sem er slæmt t.d. fara aftur í tíman og hreinlega banna Voldemort að stunda töfra?
En þá yrði nú ekki mikill söguþráður… Samt sem áður notuðu Harry og Hermoine þetta til að gera svipaða hluti.
Mér langar bara að vita er einhver sérstök regla um þetta men og þá afhverju. Síðan langar mér nátturlega líka að vita álit ykkar á þessu…