Afhverju byrjuðuð þið að fýla Harry Potter? Ég meina afhverju? Það hlítur eitthvað að hafa orðið til þess.
Eins og tökum mig sem dæmi. Ég og bróðir minn (einu ári yngri) erum og og höfum alltaf verið mjög óþolinmóð. Svo var það þannig árið 1999 að foreldrar mínir ákváðu að gefa okkur sitthvora bókina á aðfangadag. Til þess að leiða hugann frá pökkunum sem við vorum vön að suða um á 2 mínútna fresti allan aðfangadag. Ég fékk Harry Potter og viskusteininn og vá hvað mér fannst óspennandi að horfa á hana. Ekkert sérlega spennandi bókakápan. En ég las hana…og ég las hana aftur…og aftur…og aftur… og mjög oft… þangað til 2 kom og sagan endurtók sig og er enn af því:)
Hvernig var það með ykkur?
(rakkið mig endilega niður…ég held það geti myndast bara mjög góð umræða um þetta)