Nú virðist vera svo að það megi ekki segja sína skoðun. Ef maður bendir á það á kurteisinn hátt án þess að vera með læti að t.d. ákveðinir spunar. Nú loksinns þegar einhver tekur fyrsta skrefið og segir bara hreint út “mér finnst þetta illa gerður spuni og ekkert varið í hann. Þú ert lélegur penni” þá er svarinu eitt. Það finnst mér útí hött! Má maður semsagt ekki segja sitt álit án þess að svarinu sé eytt? Þannig að ef ég segi núna mér finnst spuninn hennar AvrilL því miður illa gerður, verður þessum korki þá eytt? Ég ætla vona ekki, því ég hef alltaf staðið í þeirri trú um að hugi sé staður þar sem ég get tjáð mig, sagt mínar skoðanir, sama hverjar þær eru. Ef þær eru einhverjum ekki í vil, þá eru þær samt mínar skoðanir. Þetta eru okkar skoðanir. Nú skulum við koma með dæmi, Fantasia sagði á mjög kurteisinn hátt hvað henni fannst um spuna Avril, semsagt sammála mér um að hann sé alls ekki góður. Ef að einhver hér getur ekki tekið gagngrýni, þá ætti sá hinn sami ekki að senda inn spuna. Ef maður fær léglega dóma þá reynir maður að bæta sig! Ég hef fengið ömurlega dóma á sumar af mínum sögum. Sat ég heima í fýlu og endaði á því að láta banna að einhver segði sína skoðun ef hún væri vond? Nei, ég lagaði það sem var að. Fantasia, mjög góð vinkona mín, má greinilega ekki segja sína skoðun, og ég er hissa á að svari mínu þar sem ég sagðist vera allveg sammála henni skuli ekki hafa verið eytt.
RITFRELSI! MÁLFRELSI! Það var þetta sem ég hélt að hugi standi fyrir…það er greinilegt að svo er ekki…