6.kafli. Í Skástræti
Við Lucas gengum eftir stígnum sem lá beint áfram. Fólk var að ganga fram og til baka til þess að komast í búðir og krakkar skoðuðu í búðarglugga. Á stígnum voru líka básar með einhverjum hlutum. Ég reyndi að líta í hverja einustu búð en Lucas gekk bara beint áfram.
,,Gæti ég fengið að skoða í búðunum?” Spurði ég.
,,Þú verður að hafa peninga fyrst.”
,,En ég er með peninga á mér” sagði ég og tók upp veskið mitt.
,,Nei, við galdrafólkið notum ekki muggapeninga, við notum sikkur, knúta og galleón” svaraði hann.
,,Hvar á ég þá að fá svoleiðis peninga?”
,,Í Gringottsbankanum” svaraði Lucas. Ég nennti ekki að spyrja hvort að ég fengi þá bara upp í hendurnar eða hvað ég þyrfti að gera. Þó mig þyrsti í að vita allt. En heilinn var ekki tilbúinn til þess að taka á móti fleiri svörum og munnurinn ekki tilbúinn að spyrja að fleiru. En þó var eitt sem mig langaði svo að vita, hver væri morðinginn?
,,Hérna er Gringotts” sagði Lucas stutt eftir síðustu samræður. Ég leit á bygginguna. Bankinn var hvítur og með stórum dyrum, fyrir ofan þær var bara turn upp og svo restin af byggingunni. Turninn minnti mig eitthvað á skakka turninn í Písa.
Við gengum inn. Ég leit á gólfið sem var svo spegilhreint. Ég var vissum að það væri hægt að renna sér á skautum á þessu gólfi. Ég hreifst svo mikið af þessu gólfi að ég tók ekkert eftir þeim verum sem unnu þarna. Svo loks þegar ég leit upp sá ég helling af álfum. En þetta voru ekki álfar sem voru góðir og hjálpuðu manni ef maður var sorgmæddur eins og góðu álfarnir í ævintýrunum. Þetta voru illkvittnir álfar að sjá og ég fann strax á mér að mér myndi ekki líka vel við þá.
Lucas gekk að einu afgreiðsluborðinu og ég gekk á eftir honum. Hann rétti einum svartálfinum umslag. Svartálfurinn reif það upp og las það. Ég var svolítið hrædd en Lucas virtist vera alveg rólegur.
,,Gjörðu svo vel” sagði þessi álfur með illri röddu og rétti Lucasi lykil. Lucas þakkaði fyrir.
,,Hvaða verur eru þetta?” Spurði ég.
,,Þetta eru svartálfar” svaraði Lucas ,,Meðal annars, þú átt þetta.” Hann rétti mér lykilinn.
,,Ég, ég á ekki þennann lykil. Ég veit ekki einu sinni að hverju hann gengur.”
,,En þú munt komast að því.” Hann gekk lengra inn í húsið og ég elti. Lucas gekk lengra og loks komum við að einum svarálfinum. Lucas bað um að fara í fjárhyrslu fimm hundruð þrátíu og fjögur. Svartálfurinn sagði okkur að setjast í vagn sem var þarna. Ég sá að þessi vagn var á teinum.
Lucas og ég settumst í hann. Svartálfurinn settist fremst. En ég sá samt að það var ekkert stýri eða neitt svo ég skyldi ekki afhverju hann þurfti að koma með. Allt í einu kipptist vagninn af stað. Hann fór of hratt til að ég gæti lagt á minnið hvert við færum. En svo allt í einu stöðvaðist hann. Mér var orðið flökurt.
,,Lykilinn.” Sagði svartálfurinn. Lucas rétti honum lykil og svartálfurinn opnaði risastórar dyr. Lucas fór inn og tók eitthvað af peningum. Hann kom aftur með peningana í poka. Við settumst aftur í vagninn. Svo tókst hann aftur af stað. Mér varð meira flökurt og ég hélt að ég þyrfti að æla en ekkert varð að því. Svo stoppuðum við við fjárhyrslu sjöhundruð tuttugu og sjö.
,,Lykilinn” sagði svartálfurinn aftur. Ég beið eftir því að Lucas myndi rétta honum lykilinn en Lucas gerði ekkert.
,,Lykilinn!” Sagði svartálfurinn aftur. En þá fattaði ég það. Ég tók upp lykilinn sem Lucas hafði gefið mér og rétti svartálfinum. Hann opnaði fjárhyrsluna og ég og Lucas gengum inn.
,,Vá, þú átt mikinn pening!” Ég svaraði ekki því ég vissi að ég ætti þetta.
,,En hvað þarf ég eiginlega mikið?” Spurði ég.
,,Ég skal hjálpa þér.” Lucas hóf að taka peninga og rétta mér. Í leiðinni útskýrði hann fyrir mér hvernig peninga prógrammið virkaði og hvaða peningur væri hvað.
Þegar við vorum komin með nóg, sagði Lucas þá fórum við aftur til baka. Mér var aftur flökurt en slapp við að æla.
,,Ég vona að ég þurfi ekki að fara svo oft í þennann banka!” Sagði ég þegar við gengum út úr Gringotts.
,,Veistu, mér líkar heldur ekkert við hann.”
,,Heyrðu, æltaði vinkona þín ekki að koma?”
,,Hún æltaði að hitta okkur hér.” Við biðum í smástund og fyrr en varir kom stelpa sem virtist vera Anya því hún kom beint til okkar. Hún var mjög mjó og með svart-brúnt hár sem náði niður á bak.
,,Hæ Lucas” sagði hún og brosti. Lucas roðnaði svolítið og kinkaði kolli. Anya gaut augunum á mig.
,,Og hver ert þú?”
,,Tasy Achres.”
,,Sæl, ég heiti Anya Adela Calabazt.” Við tókumst í hendur.
,,Eigum við ekki að fara að versla?” Spurði hún.
Við gengum í átt að skikkjubúð og létum gera handa okkur skikkjur. Svo keyptum við allar bækurnar sem við þurftum.
Þegar við vorum búin að kaupa allt og nokkra aukahluti fórum við aftur upp í herbergið mitt. Tache kom á móti okkur og ég faðmaði hann að mér. Lucas og Anya kynnust honum líka og Tache tók vel á móti þeim.
,,Svo, afhverju ertu að byrja á þriðja ári? Ég hef ekki séð þig áður í skólanum.” Anya leit á mig og ég fór að segja henni söguna af morði Anne. Reiðin olgaði en í mér en um leið brutust nokkur tár út.
,,Fékkstu þá bara galdramátt þegar að þú hraktir morðingjan á braut?” Spurði Anya þegar ég lauk við söguna. Ég kinkaði kolli.
,,Ég samhryggist út af Anne og mömmu þinni og pabba.”
,,Takk.” Það varð þögn. Ekkert heyrðist nema andardrátturinn í Tache.
,,Tasy, hafðiru aldrei galdrað neitt, eða orðið vitni af einhverjum göldrum?” Spurði Lucas mig. Ég hugsaði smá stund. Ég vissi ekki hvort að ég ætti að segja honum frá hálsmeninu eða ekki. Þegar geimsteinarnir hefðu skinið skært. Og svo þegar ég hafði komið heim þá hefði Anne verið dáin.
,,Nei, ég held ekki.” Sagði ég ,,Allaveganna er ekkert sem bendir til þess.” Lucas kingaði kolli. Ég leit niður og skammaðist mín fyrir að hafa logið. Sérstaklega þegar ég var búin að kynnast nýjum krökkum og eitt af því fyrsta sem ég geri er að ljúga að þeim.
,,Fannst þér ekkert óhugnalegt að heyra um skóla sem kenndi galdra, og vita ekki neitt um hann og ekkert vitað hvað þú ættir að gera?” Spurði Anya.
,,Það stóð í bréfinu að ég ætti að bíða og svo kæmi maður og myndi sækja mig, það var Ron” svaraði ég.
,,Það stóð ekki hjá mér.”
,,Anya, Tasy fékk öðruvísi bréf, pabbi sagði mér það.”
,,Má ég sjá það?” Ég rétti Anyu bréfið mitt. Ég hafði stungið því í vasann.
,,Jahá, svo þú segir það” sagði hún þegar hún var búin að lesa það og rétti mér.
,,Vissir þú alveg hvað þú ættir að gera?” Spurði ég Anyu.
,,Það stóð reyndar allt um King’Cross lestarstöðina og allt það í bréfinu hennar” svaraði Lucas.
,,Vegna þess að hún á……ja, foreldra sem gátu hjálpað henni að…..komast á staðinn, en þú þurftir hjálp, skilurðu?” Svaraði Lucas. Ég kinkaði kolli. Það var alltaf erfitt fyrir mig að heyra um foreldra annara.
,,Veistu annars, hvað þú ert að fara að læra í Hogwarts?” Spurði Anya mig.
,,Ég veit að ég er að fara að læra einhverja galdra, en fyrst hélt ég að þetta væri til að kenna krökkum að verða morðingjar.” Lucas og Anya litu hvort á annað og svo á mig.
,,Afhverju í ósköpunum hélstu það?” Spurði Lucas.
,,Vegna þess að ég vissi hvernig mamma hefði verið drepin og ég sá hvað morðinginn var með þegar hann var búinn að drepa Anne. En ég vissi bara að þetta væri eitthvert prik. Svo þegar ég fékk bréfið og innkaupalistinn fylgdi með þá…..þá sá ég að það stóð sproti á honum. Þá fattaði ég að þetta væru sprotar sem maður notaði til þess að galdra.”
,,En hvað kemur það því við að þú hélst að þú ættir að læra að drepa?”
,,Nú, þar sem ég var búin að sjá móðir mína deyja út af svona priki og Anne líka. Þá hélt ég að svona prik væru bara til þess að drepa, þú ættir að vita hvað ég var hrædd!”
Lucas þagnaði. Ég sagði heldur ekki neitt. Ég vildi það heldur ekki. Ég var mjög kvíðin fyrir því að fara í Hogwarts. Jafnvel þótt að ég vissi að hann gerði gott, eða hvað?
Ég vissi ekki hvað ég ætti að halda. Og ekki heldur hvort að ég ætti að spyrja um eitthvað. Það var eins og ég væri mitt á milli öllu. Mitt á milli því að hugsa eða ekki hugsa, mitt á milli því að tala eða þegja, mitt á milli því að spyrja eða ekki spyrja og mitt á milli því að vilja lifa eða ekki lifa. Og tilfinningarnar sem streymdu um líkamann minn voru ólýsanlegar. Þær voru hamingjusamar, hræddar og eins og rítingur í hjartað. Hluti af mínum óþægilegu tilfinningu var þögnin. Það var svo óþægilegt þegar enginn sagði neitt. En samt var það jafntframt mjög gott því þá var ekkert að gerast. Það var bara hljótt. Allt hljótt í kringum mig. Ég sá ekkert nema svart.
Muniði nú það sem Aesa sagði
Neinei NEI! Aldrei skítköst! Vitið þið það ekki að skítkast á huga varðar við brottrekstur frá huga? Dónaskapur líðst ekki! Það er alltaf erfitt að taka neikvæðri gagnrýni en gagnrýnandinn á líka að vera tillitssamur og ekki vera með neikvæða gagnrýni, bara uppbyggjandi og lærdómsríka. Aldrei að segja neitt neikvætt án rökstuðnings og alltaf að benda líka á það góða.
Það eru heldur ekki allir vanir svo mikilli gagnrýni og verða að venjast því en það getur tekið tíma. Það er alltaf erfitt þegar aðrir benda á það sem mætti fara betur hjá manni.
Vona að ég hafi mátt þetta Aesa?:S