Hvernig eiginlega virka klukkurnar í Hogwarts?
Það kemur oft fram að muggahlutir bili bara og virki ekki í Hogwarts en samt eru mjög margir hlutir tímasettir, er þetta ekki einhvað skrítið?
Það er talað um klukkuna hans Harry í Fjórðu bókinni og þá hafi hún bilað þegar hún fór í vatnið í annari þrautinni.
Svo með tröllið í fyrstu bókinni á Íslensku
(10 kafli bls 141), þá er það fimm metra hátt, Harry Potter gat stokkið upp á bakið á því og haldið um hálsinn, tröllið var umþaðbil þrisvar sinnum hærra en hann.
Annars er tröllið fyrst fimm metra hátt hellatröll og svo í enda kaflans er það fjögurra merta hátt fjallatröll, skrítið, það er eins og það breytist eða eitthvað sem er reyndar mjög ólíklegt af því að tröll eru mjög heimsk.
Æi, ég vil eiginlega ekki vera að gagngrýna en ég hef verið að velta þessu mikið fyrir mér.
