Þegar ég var að fletta í gegnum fréttablaðið þá sá ég grein um Harry potter bækurnar og þar var sagt að J.K Rowling ætlar að láta aðra persónu deyja í fimmtu bók. Svo ég var að spá hver haldið þið að deyji. Ég mundi vera Snape
Ég sá það líka, ég man ekki mánaðardaginn samt, en það stóð að hún ætlaði að drepa aðra persónu í 6. bókinni. Svo stendur að sumir séu byrjaðir að veðja um á hverjir eiga eftir að deyja og Hagrid og Dumbledore eru einir af þeim sem eru líklegastir.
Hvað með Weasleyfjölskylduna? Svona stór fjölskylda og 5/7 meðlimir í Fönixreglunni … það býður hættunni heim.
Molly finnst mér líkleg, þar sem hún hefur áhyggjur af öllum. Annars væri mér nokkuð sama ef Hagrid færi. Mér finnst hann vera byrði á krökkunum, hann og sín hættulegu dýr sem krakkarnir eiga að sinna auk þess að berjast við Voldemort og læra heima … Æi, mér finnst hann bara fáfróður.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..