Tonks? Nei bíddu við, er hún ekki alveg miklu yngri en hann? Hún var ekki nógu gömul til þess að vera í gömlu Reglunni en Lupin er það hinsvegar. Sem þýðir að hún er minnst átta árum yngri… Nei meira! Og hann er hvað? 37 í 5. bókinni og hún væri þá svona 27? Það er soldið mikill munur… Og hann er nú ekki beint augnayndi, hann Lupin, ellilegur með bauga og hrukkur sem komu fyrir aldur fram, hann er meira segja næstum orðin gráhærður!