Ég hef oft séð þessa kenningu á netinu og eiginlega alltaf litið á hana sem röklausa, staðlaða draumóra þess efnis að aðalstrákurinn hlóti að enda með aðalstelpunni.
Ólíkt Ron og Hermione hefur J.K. Rowling ekki skilið eftir neinar vísbendingar þess efnis að Harry og Hermione endi saman, engar, og finnst mér skrítið að það virðist vera svona algengt álit að það sé bara út úr myndinni fyrir strák að vera vinur stelpu í sögu án þess að enda með henni.
Geturðu nokkuð bent mér á einhverjar vísbendingar um það? Ég veit að sumir benda á kossinn á kinnina sem Hermione gaf Harry í lok fjórðu bókar eða það að hann tók eftir “sætri stelpu í bláum kjól” á jólaballinu.
Harry var nýbúinn að lenda í hræðilegri þolraun og átti rosalega erfitt og leið mjög illa í lok fjórðu bókar, auk þess var hann besti vinur Hermione og ég skil ekki hvernig mörgum finnst þetta ekki fullnægjandi skýring á því af hverju hún gefur honum koss á kinnina þegar hún er að kveðja hann og á líklega ekki eftir að hitta hann í langan tíma.
Þetta með kjólinn fannst mér vera bara almenn athugun í bókinni, þ.e., J.K.Rowling hafi viljað benda á og gera lesandanum ljóst að Hermione væri falleg á ballinu og þess vegna lýst henni sem “sætri stelpu” í bláum kjól.
Jafnvel þó hann hafi hugsað “sæt stelpa í bláum kjól” skil ég ekki hvernig það á að vera sönnun fyrir því að þau séu ástfangin af hvort öðru, mér finnst það ekki nóg til að sanna neitt svoleiðis, sérstaklega ekki miðað við hvað það eru gefnar miklar vísbendingar varðandi Ron og Hermione.
Nú mundu sumir kannski hugsa að hún væri að villa um fyrir lesendunum með því að hafa svona miklar vísbendingar að sambandi milli Ron og Hermione, og vissulega gæti það verið, en þá vil ég samt benda á að ég hef séð á netinu tilfelli þar sem J.K.Rowling er kannski t.d. spurð að þessu, hvort Harry eigi eftir að byrja með Hermione eða Ron, og hafi hún þá sagt eitthvað á borð við “ætti það ekki að vera orðið augljóst?”.
Þér, og öllum öðrum, má auðvitað finnast þetta í friði, en mér þætti sniðugt ef einhver kæmi með einhver góð rök fyrir því eða vísbendingar :).