Já ég held að þessi könnun hafi komið inn um miðnætti í nótt og þá finnst mér 23 að svara fyrir klukkan 16 ekki slæmt. Sérstaklega ekki miðað við hversu lítil traffík hefur verið á huga þessa vikuna. Mér hefur hreinlega fundist lítið sem ekkert að gera þessa vikuna sem sýnir sig einna helst í því hversu lítið af greinum og korkum hafa borist í vikunni. Held að fólk sé eitthvað að sletta úr klaufunum rétt áður en skólarnir byrja á ný.
En það er ástæða fyrir því að korkarnir og könnunin eru neðarlega. Persónulega finnst mér ekki að könnunin sé ein af mikilvægari kubbunum. Finnst þetta leiðinlegur og óþarfur kubbur sem ég myndi helst vilja henda út í hafsauga en ég ræð víst ekki öllu hér og fólk virðist skemmta sér yfir þessu.
Korkarnir eru mikilvægari og laða að sér meiri traffík sem er gott og gilt mál. Ef við höfum þá efst á síðunni ásamt greinakubbinum þá flettir fólk ekkert neðar á síðuna og missir af öllu sem er að gerast þar. Ég vil frekar að fólk þurfi að eyða sínum dýrmæta tíma í að skrolla niður (sem tekur alveg heila sekúntu eða svo) og sjái þá í leiðinni allt það nýja efni sem er að berast á kubba eins og Fréttakubbinn, Pældu' í Potter, The Quibbler, Persóna mánaðarins og síðast en ekki síst taki eftir nýjum tilkynningum. Nú hef ég t.d. sett inn tvær nýjar tilkynningar síðastliðinn mánuð um stórar og miklar breytingar hér á áhugamálinu og um nýjan admin en ég hef ekki fengið nein viðbrögð frá notendum. Það hefur enginn boðið Sillymoo velkomna til starfa eða óskað henni til hamingju með titilinn sem hún hefur þó svo sannarlega unnið sér inn af miklum krafti. Það hefur heldur enginn spurt nánar út í þessar breytingar eða komið með nokkurt comment á þær, jákvætt eða neikvætt.
Það segir mér að annað hvort er fólki alveg sama eða þá að það les enginn tilkynningarnar. Þá vil ég að þið neyðist allavegana til að reka augun í þær á leið ykkar að korkunum og vonast til að þið gefið ykkur tíma til að lesa þær nánar ef ykkur finnst þetta eitthvað spennandi.
Kveðja
Tzipporah