<b>(Það eru að vísu spoilerar úr Fönixreglunni, en eru ekki flestir búnir að lesa hana?)</b>

Hei, ég var að pæla…. getur einhver hjálpað mér með eitt stykki tímalínu frá því þegar Lily, James og vinir þeirra (Sirius, Remus, Peter og Severus, þótt að sá síðasti flokkist ekki undir “vin”), fæðast og þar til þau deyja, eða eitthvað álíka. Ég er hryllileg í stærðfræði og tvær af bókunum mínum eru í láni, Leyniklefinn og Fanginn frá Azkaban. Svo þegar Harry er 1 árs þá hefur Voldemort verið við völd í 11 ár, komst hann þá ekki til valda um það leiti sem Lily og James byrjuðu í Hogwarts, eða er ég aftur farin að sanna vangetu mína í reikningi? Ég er með nokkurnskonar tímalínu, en er ekki viss um að hún sé rétt. Ég held að ég hafi farið einu ári á undan eða eftir, þið bara klikkist og kallið mig hálfvita fyrir það, ok? Neinei, ég er að grínast, ekki klikkast þótt að það skeiki mörgum árum. ANYWAY, þetta er það sem ég er búin að safna saman:

1960- Lily, James, Sirius, Remus, Peter og Severus fæðast.
1963 til 1969 (giskaði á ártöl, þau eru ekki skýr)- Remus bitinn af varúlfi og breytist eftir það í varúlf á fullu tungli.
1971- öll fá inngöngu í Hogwarts.
1975 vor- próf í Vörnum gegn myrku öflunum og James, Sirius og Peter verða kvikskiptingar.
1977- Lily fer út með James.
1978/1979/1980- L og J giftast, 1980 fæðist Harry.
1981 Hrekkjavaka- Voldemort drepur L og J og tapar mættinum og sama ár verður Severus töfradrykkjakennari.
1981, daginn eftir Hrekkjavöku- Sirius sendur til Azkaban og Peter “drepinn”.
1991- Severus sér Harry Potter í (sennilega) fyrsta sinn.
1993- Sirius sleppur úr Azkaban. Remus fer að kenna í Hogwartsskóla. Á Hrekkjavökunni ræðst Sirius inn í skólann. Svo gerist bara öll þriðja bókin.
1994 til 1995- mest öll 4.bókin
1995, vor- Sirius segir Remusi frá endurkomu Voldemorts.
1996- Sirus deyr :(

Eins og ég sagði, þá held ég að ég sé einu ári á undan, en ég er ekki viss. Plís, hjálpið mér!!! Og ef þið munið eitthvað meira, eða viljið bara laga þetta (sem er sennilega mikil þörf fyrir) þá skuluð þið endilega gera það í korkinum!!! Ég veit að það vantar sumstaðar mjög mikið inní, aðallega þar sem ég skrifa “3.bókin gerist” og þannig, en ég er ekki með hana og nennti ekki að fletta í þeirri 4. að öllu. <br><br><font color=“blue”>Kv. Gulla Munda Inga Bogga Bergs</font>-alhliða klaufabárður og kjáni sem hefur það aukastarf að rífa kjaft við kennara og koma sér í vandræði og gefa brjáluðum lömbum.
*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*
<font color=“fuchsia”>Einn hamstur nagar þá alla,
einn skal Hann hina éta,
og í sínar kinnar hamstra,
í hinu bleika búri,
sem magnar fýluna!</font>
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
<a href="http://www.folk.is/gulla_griz“>My world!</a>
<a href=”http://www.tyr.net“>TÝR</a>
<a href=”http://www.folk.is/tyr_bestir">Aðeins bæklaðri TÝR</a