Tja.. myndir gerðar eftir bókum eru nærri aldrei jafn góðar og bókin sjálf og mér finnst það ekkert vera neitt öðruvísi í þessu tilviki. Það verður samt auðvitað að taka tillit til þess að þetta eru svo rosalega flóknar bækur og mikið af smáatriðum sem rúmast ekki í einni mynd, nema hún taki þá fleiri fleiri klukkustundir.
Mér finnst Chris og Alfonso hafa tekist ágætlega upp með myndirnar, en það mætti laga margt í t.d. söguþræði þriðju myndarinnar. En það er alls ekki það sama að horfa á myndirnar og lesa bækurnar. Margt vantar og þ.á.m. sumt mjög mikilvægt og það er aldrei gott. Nú verða handritshöfundarnir í vandræðum með að troða öllu í næstu myndir sem á eftir að koma fram.
En eins og í LOTR, þar eru fullt af atriðum í bókinni sem koma aldrei fram í myndinni og sumum sögupersónum hreinlega sleppt. Samt eru þetta flottar myndir.
Eins og viktororri sagði var þessi nafnaruglingur líka í bókunum, Tom Marvolo Riddle breyttist í Trevor Delgome.
Mér finnst nú samt eins og þau hefðu nú geta komið með eitthvað betra nafn á “hinn myrka herra” en nafnið á halakörtu Neville's! ;)<br><br><b>stinkytoe has spoken</b>
<i>This is what you get, when you mess with us
And for a minute there, I lost myself, I lost myself
- Radiohead, Karma Police</i>
**Time is only a matter of mind.. but if you don't mind, it doesn't matter**
ta ta for now..