Irc er forrit sem fólk notar til að spjalla saman á netinu. Í gegn um ircið er hægt að fara inn á hinar og þessar síður eða spjallrásir og spjalla við fólk um ýmislegt. Til eru síður tileinkaðar öllu mögulegu og fólk á öllum aldri situr við tölvurnar og spjallar um hvað sem þeim þykir skemmtilegast.
Margir tölvuleikir eiga spjallrásir sérstaklega tileinkaðar umræðum um leikinn eins og t.d. eve, quake, half life ofl. Margir vinahópar sem hafa aðgang að serverum og slíku hafa líka stofnað sínar eigin spjallrásir þar sem bara þeir og engir aðrir komast inn. Það eru spjallrásir tileinkaðar hundaeigendum, kattaeigendum, foreldrum, kristnum, einstaklingum með krabbamein (stuðningshópar), fólki sem vill bara spjalla um allt og ekkert og reyna við aðra í gegn um netið, kynlíf, hvað sem er. Ef þér dettur í hug að spjalla um það þá er örugglega til spjallrás um það. Kannski ekki á íslensku en hún er örugglega til.
Ég veit hins vegar ekki hvort að það er til spjallrás um Harry Potter. Allavegana held ég að það sé ekki til slík á íslensku. Það kæmi mér þó á óvart ef ekki væri ein einasta spjallrás á ensku um gaurinn. Ég hef bara ekki kynnt mér það nógu vel.
Kveðja
Tzipporah