Tzipporah - ég er sammála.
Mér finnst þessi þýðing hjá lioness líka flott (hálfblóðungur/hreinblóðungur). En orðið “hálfblóðungur” á íslensku gefur í skyn að manneskja sé 50/50, það er að hálfu leyti blönduð. Blendingur, eða kynblendingur, getur spannað allt frá 1% upp í 99% blöndun.
Ég vil ekki fara út í fordóma (þar sem ég tel blöndun af hinu góða) en “hálfblóðungur” er svolítið takmarkað. Enskan segir t.d. “half-breed” um manneskju sem er af blönduðu kyni en íslenskan segir “kynblendingur”.
Sem þýðandi veit ég að það þýðir lítið að kynna nýyrði til sögunnar í bókartitli. Ef fólk þarf stamandi að reyna að muna eftir titlinum er markaðssetningin til lítils.
Það getur verið hryllingur að reyna að finna rétta orðið. THE SUBTLE KNIFE olli mér ótrúlegum heilabrotum. Ég bar þetta undir hverja manneskju sem ég hitti og virkjaði alla fjölskyldu- og vinaflóruna í heilabrotin. “Hnífurinn snjalli” og “Hnífurinn kæni” og alls konar hugmyndir komu fram. Á endanum varð “Lúmski hnífurinn” ofan á (en ég sá á spjallinu á Huga að ekki voru allir sammála). Nú veit ég hvar ég á að “viðra” hugmyndir!
“Hálfblóðungur” er SAMT flott! Vel gert hjá lioness. Gaman að sjá fleiri hugmyndir (og enn betra ef Helga, þýðandinn, getur fylgst með).
Asríel