Hrekkjavaka
Afhverju finnst mér 31. október eða hrekkjavaka hafa komið svona oft fyrir í bókunum. Er það bara ég eða hafa einhverjir fleiri tekið eftir þessu? James og Lily voru drepin á hrekkjavöku á fyrsta ári kom tröll á hrekkjavöku, Næstum hauslausi Nick var drepinn, leyniklefinn opnaður á öðru ári og svo var held ég örugglega eitthvað meira í 3, 4 og 5 bókinni. Hefur Rowling svona gaman af þessum degi (eða kannski er illa við hann þetta eru nú ekki mjög skemmtilegir atburðir) eða hefur hann kannski einhverja þýðingu í enskum galdra- og þjóðsögum.<br><br>nanni