Ég var að lesa Harry Potter 5 aftur, og varð vör við eitt sem ég er mjög áhugasöm um:
3.Kafli; Varðsveitin bls 45
Þegar Varðsveitin; Meðlimir Fönex reglunnar, komu að sækja Harry, þá ætlaði hann að stinga sprotanum sínum í rassvasan.
Hér kemur smá kafli úr bókinni:
Harry gekk niður stigann, fann vel hve allra augu hvíldu á honum og stakk sprotanum sínum í rassvasann á gallabuxunum sínum.
,,Ekki setja sprotann þinn þarna, strákur!“ Æpti Skröggur ,,Hvað f það kviknar nú á honum? Þú yrðir nú ekki sá fyrsti til að missa rasskinnarnar get ég látið þig vita!”
Hvern þekkir þú sem að hefur misst rasskinn?“ Spurði fjólubláhærða konan áhugasöm (líklega Tonks)
,,Kemur þér ekki við, vertu bara ekki með sprotann í rassvesanum!” Urraði Skröggur ,,Það virðist enginn nenna að læra undirstöðuatriðin í sprotameðferðum nú til dags." Hann haltraði af stað í átt að eldhúsinu.
Jæja, ætli þessi viðbrögð hjá honum við að vara Harry við að setja sprotann í rassvasann, sé vegna þess að það var hann sem upplifði það að það kviknaði á sprotanum hans í rassvasanum hjá honum, og það hafi verið hann sem missti rasskinn?
Þetta finnst mér mjög áhugavert, hversvegna JKR hafði skotið þessu atriði inn í bókin svona eiginlega upp úr þurru, so svo ekkert meir um það… Og ég veit að það var minnst á undirstöðuatriði, en samt…
Hvað haldið þið?
Kv. Kitta (MioneH)