Ég fór loksins að sjá Harry Potter and the prisoner of Azkaban í dag og svo ég noti orð Ottos í “A fish called Wanda” I am DISAPPOINTED!
Hryllega mikið af fáránlegum staðreyndavillum og afbökunum á bestu bókinni sem Rowling hefur skrifað hingað til. Ég er vægast sagt frekar pirruð út í WB og jafnvel enn pirraðari út í Rowling fyrir að láta þá komast upp með þetta.
1. Harry er að galdra við heimavinnuna í byrjun myndar. Hvað á það að þýða? Fyrst hann er að galdra það ætti það ekki að breyta miklu þó að hann hafi belgt út frænkuna. Þvílíkt bull!
2. Vitsugur kunna ekki að fljúga og maður sér ekki munnin á þeim nema þegar þær reyna að kyssa mann. Það hefði verið helmingi hryllilegra ef þær hefðu tekið utan um höfuðið á Harry og Siriusi í endann, tekið niður hetturnar og reynt að kyssa þá. Hvernig kuldinn var sýndur var reyndar ótrúlega flott, en þeir klúðruðu þessu alveg með því að láta þær fljúga. Hvað er málið með það? Það væri hægt að gera þetta mikið meira scary ef þær hefðu bara haldið sig á jörðinni.
3. Varúlfurinn var alls ekki nógu vel gerður og allur söguþráðurinn í kring um það atriði var fáránlegur. Lupin reyndi allt hvað hann gat að hlaupa út í skóg til að leggja engann í hættu áður en hann missti samband við hinn mennska sig. Hann reyndi aldrei að ráðast á Harry og Hermione. Fyrir utan það að ef hann hefði gert það og elt þau svona inn í skóginn, hefðu þau aldrei getað falið sig fyrir honum á bak við tré. Varúlfar eiga að vera með jafnvel enn næmara lyktarskyn en hundar sem eru með 80.þús. sinnum næmara lyktar skyn en við mennirnir. Hann hefði vitað nákvæmlega hvar þau voru þegar þau stóðu á bak við tréð.
4. Þegar varúlfur er maður er hann samt gæddur hinum ýmsu hæfileikum varúlfsins. Hann er t.d. óviðjafnanlega sterkur, samt gat Lupin varla lyft upp einni lítilli handtösku. Hvað er málið með það?
5. Lupin hintar að því að hann og Lily hafi átt í talsvert meira sambandi heldur en nokkru sinni hefur komið fram í bókunum. Það var ég ekki sátt við.
6. Padfoot, Prongs, Moony og Wormtale eru aldrei útskýrðir og Harry veit ekki ennþá hverjir þeir eru. Það var alveg lykilatriði og eitthvað sem á eftir að hafa áhrif á næstu myndir, nema WB ætli bara að gleyma því alveg.
7. Lupin, Snape og Peter eru allt of gamlir! (Sirius sleppur því ég ímynda mér að 12 ára dvöl hjá vitsugunum valdi ótímabærri elli). Miðað við alla tímaútreikninga dóu Lily og James Potter þegar þau voru 21 árs. Það þýðir að núna 13 árum seinna (þegar POA gerist) eru skólafélagar þeirra 34 ára. Þessir gaurar eru að nálgast fimmtugt. Hvar eru sætu leikararnir fyrir okkur mömmurnar? Ég bara spyr. Ég meina nógu mikið er nú hugsað um markaðssetningu afhverju datt þeim þetta ekki í hug.
8. Hvað er málið með að Ron og Malfoy séu svona miklir aumingjar?
9. síðast en ekki síst, hundurinn Sirius var allt of aumingjalegur. Hann átti að vera stór og kraftalegur ekki svo lítill og væskilslegur. Í mínum huga er Sirius Nýfundnalandshundur, <b><a href="http://www2.dogshow.com/spring2002/pictures/0060-2.jpg">hér</a> </b>má sjá mynd af slíkum. Þetta er hundur sem getur varist gegn varúlfi.
Það var ýmislegt fleira sem ég hef út á myndina að setja en látum hér staðar numið í bili.
Pirruð Tzipporah