Hvað mun gerast?
Sennilega haldið þið að þetta fjallar um hvað mun gerast í næstu tvem (þrem?) bókum um Harry Potter eða framtíð vina hans eftir bækurnar. En, svo er ekki, þetta fjallar um það hvað mun verða um OKKUR. Allar HP-síður í heiminum þegar bækurnar og myndirnar eru komnar út og við hér á hugi.is/hp söfnum fyrir nýrri göngugrind handa InguAusu eða reynum að segja Tzipporah og BudIcer að þau séu ellilífseyriþegar en ekki unglingar!!!
Á milli þess sem bækurnar og myndirnar eru gefnar út eru hérna áhugaspunar og ýmislegt slúður og þannig. Fanfic og fanart og allur pakkinn tilheyrandi.
En hvað mun gerast í framtíðinni – þegar allar bækurnar eru komnar út og allur leyndardómur farinn. Þá tölum við sennilega um myndirnar, eða hvað við héldum að mundi gerast í hinum bókunum…..fáum kannski adminana til að finna gamla áhugaspuna sem við skrifuðum og hlæjum okkur máttlaus yfir vitleysunni sem kom uppúr okkur!
En, tempus fugit, tíminn líður, og myndirnar mjakast í bíóhús heimsins, við gagnrýnum þær frábærar eða slæmar og allt verður rólegt.
Slúðurfréttir utan úr heimi um ástarsamband Tom Fletons og tælensku stúlkunnar, hryllilegar villur koma fram, HP – síður heimsins hverfa, nýjar kynslóðir koma fram og eru vitlausar í allt sem tengist Harry Potter eða flugunni John Jelion, svo deyr Rowling og heimurinn fer í eins dags þunglyndi.
Verður þessi síða til eftir svona ca. 10 ár? Geta þeir sem nú eru milli þess að vera smábörn og fullorðnir kíkt hingað í framtíðinni og skoðað eldgamlar greinar eða sögur eftir þá sjálfa? Kannski sýnt barnabörnunum sínum þegar þau verða heimsfrægir rithöfundar, læknar eða jafnvel stjórnmálafríkur?
Ég er farin að hafa smá áhyggjur af framtíð þessarar síðu, http://www.hugi.is/hp því að þegar allt er gengið yfir, myndir og bækur, dauði og ást, satt og ósatt……um hvað eigum við að tala? Munu áhugaspunarnir kannski bara halda einhverjum lífsneista hérna, eða?
Og allar hinar síðurnar! Mugglenet, Azkaban.com og allt það! Engar fréttir nema eitthvað slúður sem ekkert er varið í! Brjálaðir munkar sem halda brennur um allan heim eða fagna hörmulegum dauða J.K.Rowling!
Það er eins gott að fara að pæla í þessu………