Harry Potter 3 dómur
Vá, Alfonso Cuarón tókt það sem Chris Columbus tókst ekki.
Mér finnst þriðja bókin af fimm sem komið hafa út sú önnur besta en myndin er greinilega sú besta af þessum þrem sem komið hafa út.
Tæknibrellurnar eru flottar og tónlistin er meiriháttar.
Nýju leikararnir David Thewlis, Michael Gambon og Gary Oldman eru góðir en Gary Oldman er þó
brjálæðislega nettur.
Ungu leikararnir hafa batnað mikið síðan í annari myndinni en þó sérstaklega Emma Watson og Rupert Grint en Daniel Radcliffe má bæta sig oggubonsulítið.
Robbie Coltrane er þó alltaf góður og Alan Rickman hefur bætt sig rosalega í hlutverki Severiusar Snapes.
Margir hafa verið að kvarta undan rangri tímaröð á söguþræðinum en mér fannst Alfonso gera góða hluti með myndina og breyta aðeins tímaröðinni svo hörðustu áðdáendur Harry Potter viti ekki alltaf hvað sé að fara að gerast.
Byrjunin er líka einhvernvegin öðruvísi en áður eða betur en áður.
Verst við myndina er hve lítið er kafað inní suma mikilvæga hluta myndarinnar og hve hratt er farið í gegn svo þeir sem ekki hafa lesið bókina fatta ekkert.
,,Er Sirius einn af vitsugunum” svo ég vitni í eitt ruglaðan krakka í salnum.
Svo finnst mér minna mæða á Dumbledore í myndinni en áður en Gambon hefði geta gert góða hluti með hlutverkið.
* * * * * * * og 1/2 af tíu
75% af 100%<br><br>CM!!!!!!!!!!