ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig Dumbledore eigi eftir að koma fram við Harry. Á hann eftir að nálgast hann þannig að hann verði svona “afi” Harry's og Harry kemur á skrifstofuna í te á sunnudögum eða eiga þeir eftir að fjarlægjast en samt nálgast. Nálgast þannig að eitt markmið tengja þá en eru samt mjög of hræddir til þess að tengjast meira.
Þarna í lokinn þá var Dumbledore ekki svona prófessorlegur við Harry. T.d. þegar Harry reiðist og vill komast út þá er hann mjög rólegur og segir bara að Harry verði að hlusta á hann. Sérstaklega línan sem hljóðar einhvernveginn svona:
“Sestu,” (sagði Dumbledore) Þetta var bón, ekki skipun.
Dumbledore nefnir líka í ræðunni sinni að velferð Harry skipti hann öllu máli þó að hann væri ekki eins hamingjusamur og ætlast mætti.
Dumbledore gerði kannski mistök með því að láta hann ekki vita af sér, láta Harry ekki vita hvað hann var. Dumbledore er ekki heimskur, hann er bara of gáfaður til þess að sjá einfalda hluti og datt hann í gildruna sem hann ætlaði að forðast.
Ég held að Dumbledore eigi eftir að leyfa honum að sjá meira af hinum harða heimi sem hann hafði alltaf verið að vernda hann fyrir en nú.
Segið nú hvað ykkur finnst! Það er svo leiðinlegt þegar engar umræður eru í gangi…
ótrúlegt hvað hægt er að bulla- Fantasia