Hún miðar þetta líka í rauninni út því þegar hún byrjar að skrifa söguna. Hún sagði í viðtali einhversstaðar að Harry Potter hefði gengið fullmótaður 11 ára strákur inn í huga hennar einn daginn og þar með fór boltinn að rúlla.
Fyrst hann var 11 ára þann dag þá reiknaði hún til baka að hann hefði fæðst 1980.
Eitthvað á þá leið.
Reyndar segist Rowling vera hryllileg í stærðfræði og það er á nokkrum stöðum misræmi varðandi ártölin. T.d. ætlaðist hún til að það væru einungis tvö ár á milli Charlie Weasley og Percy en það stenst ekki miðað við upplýsingar í bókinni. Þá hefði Charlie ennþá verið í Hogwarts þegar Ron og Harry byrja þar. Eins þá fær Harry að vita að Griffindor hafi ekki unnið quidditch bikarinn í 6 ár. annarsstaðar segir, ekki síðan Charlie var leitari. Það þýðir að hann hætti í skólanum fyrir allavegana 6 árum sem gerir hann allavegana 8 árum eldri en Percy sem þá er á fimmta ári.
Svo er tal um playstation tölvur og ýmislegt svona sem ekki stenst alveg. En hið almenna mat manna er að Harry sé fæddur 1980 og flest öll önnur ártöl miða út frá því, auk þess að miða út frá ártölum sem gefin eru upp varðandi aldur Dumbledores og fleira.
Á hp-lecxion er ýmislegt um hin og þessi ártöl, ég átti svolítið erfitt með að rata um þessa síðu fyrst en þegar komið er inn á þennan
http://www.hp-lexicon.org/wizards/wizards_list.html part þá er leiðin greið.
Kveðja
Tzipporah