Heil og sæl
Þar sem enginn virðist vera að lesa (eða allavegana ekki að svara) það sem ég setti inn undir þráðin “smá hugmynd varðandi triviuna” ákvað ég að búa til nýjan þráð um þetta málefni.
Fram kom hugmynd um að núllstilla stigatöfluna í Triviunni okkar svo að nýjir þáttakendur hefðu möguleika á að komast í efstu sætin. Hugmyndin er áhugaverð, en þar er jafnframt ýmislegt sem þarf að taka tillit til og skoða vel áður en farið er í framkvæmdir.
1. Mér finnst ekki réttlátt að ninas og þau sem hafa lagt mikinn metnað í að svara rétt og svara í hvert skipti missi öll sín stig og þurfi að byrja alveg uppá nýtt. Ég veit að ef ég væri í þeirra sporum og yrði svipt öllum stigum myndi ég gefa skít í þetta og hætta að taka þátt.
Ég vil ekki verðlauna þau fyrir dugnað sinn með því að koma illa fram við þau.
2. Þeir sem eru að koma nýjir inn eiga erfitt með að fóta sig í triviunni og komast hærra í stigaröðinni. Það er auðvitað leiðinlegt að reyna og reyna en komast aldrei áfram einfaldlega af því að maður byrjaði of seint og fær aldrei tækifæri.
3. Ef við núllstillum núna og byrjum aftur upp á nýtt, hvað gerist þá eftir ca 4 vikur þegar nýjir vilja koma inn þá? Þurfum við þá að núllstilla aftur?
Nú er úr vöndu að ráða.
Hér er ég með eina hugmynd til úrbóta:
Ef reglunum er breytt og við höfum það þannig að ef notandi svarar ekki þremur keppnum í röð dettur sá hinn sami út af stigatöflunni. Þá endurnýjast taflan örar. Nú eru t.d. fullt af fólki á töflunni sem hefur ekki tekið þátt síðan í desember. Það fólk situr í töflunni og hreyfist ekkert. Þetta gerir líka spennu því þá er alltaf möguleiki á að einhver af þeim efstu á töflunni missi öll sín stig og þurfi að byrja aftur frá byrjun. Eftir því sem fleiri detta út því hraðar geta nýjir notendur klifrað upp stigatöfluna.
Hvernig lýst ykkur á þetta?
Svör óskast.
Kveðja
Tzipporah
p.s. ég taldi saman og mér sýnist á öllu að ef ekki fleiri taki þátt í þessari viku verði rúmlega 60 manns sem detta af stigatöflunni núna (ef við breytum reglunum).