Gollum er víst heillandi persónuleiki, eða reyndar er það smjagall sem gerir hann það. Vondur en samt góður!
ÞEir eru auðvitað ekkert líkir þannig séð, þeir eru bara svona svart/hvíta persónan í bókinni, sem gerir þá svo spennandi. Smjagall er víst töfrandi, því að það er alltaf gaman að heyra hobbita tala við hina hliðna á sér… :p
Þó að Lupin hafi léilega sjálfsímynd þá er hann full meðvitaður um hættur sem stafa á honum, bara þó einu sinni í mánuði. Aftur á móti þá er Harry mjög óvenjulegur líka og eiga það sameiginlegt að þeir hafa á einhvern hátt orðið fyrir einelti, ef svo má koma að orði. Þeir hafa greinilega einhvern tíman á lífsævinni orðið fyrir áfalli (harry missti foreldra, lupin er varúlfur) og vilja ekki beint vera þeir sem þeir eru en hafa samt sæst við það. Ég ef það á tilfinningunni í það minnsta að Lupin eigi að finnast hann bera ábyrgð á honum. Lupin var alltaf að passa upp á Harry þegar hann var kennar, beint eða óbeint. Bæði með því að láta hann t.d. ekki berjast við boggann og að hlífa honum fyrir ræningjakortinu.
Lupin er uppáhaldspersóna frú Rowling og þætti mér ekki all ólíklegt að hún mundi láta hann fá stórt hlutverk í næstu bókum. Kannski á hann eftir að þjálfa hann eða eitthvað álíka. Ég veit ekki…
<a href="
http://www.hugi.is/hp/greinar.php?grein_id=16323864">
http://www.hugi.is/hp/greinar.php?grein_id=16323864</a>
Harry á alveg örugglega eftir að vorkenna eða standa með Snape en það þýðir ekki að þeir eigi eftir að verða bestu vinir. Snape þolir ekki harry, jú eins og þú sagðir, kannski sér hann bæði það sem hann hatar og elskar og öfundar. (hann verður víst ástfanginn í næstu bókum… vonandi verður það ekki McGonnagal… :Þ)
Sirius var bara (blessur sé minning hans) svolítið góður með sig. Hann var eiginlega meira eins og stóri bróðir en guðfaðir. Sirius er einhvernveginn ekki sú týpa sem mundi geta framfleytt stórri fjölskyldu en ég get alveg sé Lupin fyrir mér með heila fjölskyldu, þó að hún væri fátæk. Hann er bara meira föðurlegri.
Snape er kannski góð fyrirmynd, en eftir síðustu bók þá hatar Harry hann þriðja mest af öllum sem hann hatar, geng ég út frá (1. volli 2. bellatrix) Það er reyndar ekkert það ólíklegt að þeir tengist einhverjum böndum, þeir eiga jafnvel eftir að þurfa slá bökum saman. Þessi hatur í garð Snapes er reyndar frekar barnalegur, svona þegar ég sé þetta í betra ljósi, en hann á vonandi eftir að þroskast.
Þetta er alltof langt…
hey já, Til hamingju! <br><br>Fantasia