Það hefur tekið meira ein eitt ár að skrifa hverja bók. Það er líka heillangt síðan að Rowling byrjaði að skrifa bækurnar og af einhverri ástæðu sem ég veit ekki um ákvað hún að hann væri fæddur 1980. Ekki veit ég hvort að hugmyndin af Harry Potter fæddist það ár eða ekki, en þetta er allavegana árið sem hún ákvað. Eftir að vera búin að ákveða hvenær hann er fæddur þá hlýtur hún að þurfa að halda sig við það, sama hvað tímanum líður í okkar heimi. Enda verða bækurnar ennþá lesnar eftir 10 ár í viðbót svo það skiptir ekki öllu máli hvort þær gerast 1990 eða 2010. Eða finnst þér það?
Kveðja
Tzipporah