Getur ekki bara verið að hárið á þeim styttist ef þau vilja ekki vera með langt hár og öfugt, sbr. þegar Harry var alltaf sendur í klippingu þegar hann var yngri og hárið var orðið úfið aftur daginn eftir. Gerist þetta ekki bara í svefni? Þannig ímynda ég mér það allavega.
Og kannski það sama með vakninguna. Eitthvað sem gerist bara? Ef þau vita að þau þurfa að þau þurfa að vakna á einhverjum ákveðnum tíma, vakna þau bara þá.
Og þetta með galdramálaráðuneytið, þá eru víst sjaldnast notaðir lyklar í galdraheiminum(nema í Gringotts og kannski að útidyrunum á Hogwarts(sem virðast þó sjaldnast vera læstar)) heldur eru oftast notuð lykilorð til að komast inn í mikilvægar byggingar og staði. Og ef maður veit lykilorðið þá kemst maður inn, sama hvaða tími dagsins er.
Annars eru þetta bara ágiskanir hjá mér, það getur alveg verið að þetta sé öðruvísi.<br><br>Við erum allir vistmenn á Kleppi. Verið svo vinsamlegir að hringja á lögregluna strax! - Viktor, Englar Alheimsins
Ég hugsa ekki neitt. Ekki frekar en korktappi sem hoppar og skoppar úti á miðjum Faxaflóa. - Úr “Þrek og tár”.
<a href="
http://kasmir.hugi.is/snitch">Gíraffarnir</a> mínir.
Sorgin breiðist út eins og faraldur, Haraldur! - Klængur Sniðugi