Flestir eru samála um það að þessi bókarflokkur er afar skemmtilegur og afar nýstárlegur þar sem flest plott eru afar vel hugsuð og á bakvið hvert einasta nafn er mikil saga. JKR vinnur einnig mjög mikið eftir Minnum sem er algengt að fólk vilji sjá t.d. Stable boy minnið þ.e.a.s þegar amlóðinn sýnir að hann sé merkilegur samanber Arthúr konungur. Þá er Harry sem hefur verið nánast allt sitt líf amlóði orðinn eiginleg hetja.
Þetta er samt ekki stærsti þátturinn að mínu mati. Stærsti þátturinn er að sagan hefur tilgang sem við getum fundið okkur með. Á hverjum degi sjáum við flest margar fréttamyndir um stríð og hluti sem við eigum erfitt með að sjá tilgang með. T.d. Írakstríðið sem byggðist af mörgu leyti á viðskiptalegum hagsmunum. Á þann hátt eru Hringadróttinssaga og H.P. með sama tilgang það er verið að vernda eitthvað sem er gott! Ég veit þetta hljómar afar furðulega. En Harry er að vernda eitthvað sem honum er orðið kært líkt og Fróði í Hringadróttinssögu. Það sem er svo mesta snilldin að mér er byrjað að þykja vænt um þennan heim og við getum þess vegna skilið hvað það er sem barátta fólksins gegn Voldemort gengur út á.
Ég tel þetta vera mikilvægasta inntak bókanna að það sé einvher tilgangur og fólki er kennt að bera virðingu fyrir einhverju sem skiptir máli.


Takk.

p.s.

JKR hefur sagt að Defence against the dark arts teacher komi til með að vera kona aftur. Mig langar persónulega að fá TONKS