Já, ég fór líka í hláturskast þegar ég sá í fyrsta skipti að Húsið hans Sirius-ar hét Hroðagerði.
Það er ótrúlega fyndið!
Þegar maður er búin að lesa bækurnar á ensku, verður það mikið eðlilegra (ef maður kann ensku nógu vel). Það sem mér finnst einna verst, er að flestum eftirnöfnum er breytt í skírnarnöfn. Mér finnst það til dæmis ofsalega asnalegt að Harry og co. kalli, Draco Malfoy, Draco, en ekki Malfoy. Það er bara ekki rétt.
Síðan þá talar Hagrid líka ekki venjulega, heldur með einhverskonar hreim, sem er sleppt í íslensku bókinni.
Og “skrafað og skælt”. Ég ætlaði aldrei að geta hætt að hlæja. Það er soldið asnalegt nafn (á ensku er það “The Quibbler”).
Síðan er það bara almennt þannig að það er betra að lesa bækur á frummálinu, það eru oft einhverskonar orðasambönd, eða eitthvað sem er ekki til í öllum málum, eða hljómar bara asnalega á einhverju öðru máli. T.d. detntion. hvað á það að vera á íslensku? Það er skipt á milli refsing og eftirseta, af því að það er ekkert almennilegt íslenskt oroð yfir það.<br><br><b>bugland (höfundur á fanfiction.net) skrifaði:</b><br><hr><i>
Severus Snape petted me. Again. And gave me tea.
I think he likes me.
***
I licked Snape.
All through dinner, all I could think of was that I had just licked Snape.
Hermione and Ron knew something had happened. They kept looking at me expectantly, waiting for me to tell them. I couldn't. How could I possibly face either of them and say, ‘I licked Snape’?
</i><br><hr>
Já, þetta er Harry að hugsa
Það er nátturlega rosalega erfitt að þýða allt frá ensku yfir í í Íslensku. Eins og t.d. málískan hans Hagrids (þetta er mállíska en ekki hreimur, svipað og í My fair Lady, ef þið hafið séð hana) það er ekki mikið um svona mállískur hér á landi. Jú við höfum norðlendingana sem tala svolítið harðar en við hér fyrir sunnan, en það er engin leið til að skrifa það eitthvað öðruvísi. Við höfuðum líka flágmælgi en það er búið að útríma henni nánast algerlega svo að það þekkir hana ekki neinn lengur þannig að það er ekki alveg hægt að nota það heldur. Við höfum svo hv-framburðinn, en það ekki heldur hægt að skrifa hann, því að fólk sem notar hann er bara að bera sömu stafina fram með aðeins öðrum áherslum.
Auk þess eru svona mállískur eins Hagrid notar merki um að manneskjan sé af lægri stétt. Fólk í háum stéttum notar ekki þessar mállískur heldur leggur hart að sér til að tala án þeirra. Okkar litlu vísar að mállískum eru ekki stéttarskiptir svo að það er engin leið til að þýða þetta almennilega yfir á íslensku.
Líka þetta með að Harry segi bara Draco en ekki Malfoy. Í enskumælandi löndum eru skírnarnöfnin ekki notuð nema þú sért náinn þeim sem þú ert að tala við, eða teljir hann til vina og kunningja. Harry og Draco nota eftirnöfn hvers annars til þess að leggja áherslu á að þeir séu ekki vinir. Í Íslensku notar enginn eftirnöfn. Það væri líka hryllilega hallærislegt. “Blessaður Sigurðsson, hvað segir þú gott?” “Allt þetta fína Guðmundsdóttir, en þú?” Þetta bara gengur ekki. Þannig að í Íslenskum þýðingum er farið með nöfn eins og það væri gert ef við værum á Íslandi.
Aftur á móti verð ég að vera sammála um það að mér finnst skemmtilegra að lesa bækurnar á ensku. Það er bara svo mikið af húmor sem tapast í þýðingunni og svo er bara ýmislegt sem ekki er þýtt rétt og það hefur áhrif á söguna.
Eins og t.d. í fimmtubókinni á ensku þegar Cho er að gráta og Harry gerir ekki neitt í því, en í íslensku bókinni þá þurkar hann tárin hennar, hvað er málið með það?
En það er nátturlega erfitt að skipta úr öðru tungumálinu yfir í hitt þegar svona langt er komið. Ég byrjaði á að lesa fyrstu þrjár á ísl. en ákvað svo að skipta yfir. Þá byrjaði ég bara aftur frá byrjun og las þær allar á ensku til að hafa orðaforðan yfir allar þessar verur og allt þetta sem er öðruvísi og heitir öðrum nöfnum en í okkar heimi. Ég sé ekki eftir því að hafa skipt yfir.
Kveðja
Tzip
0
Þetta er alveg rétt hjá þér, en það er einmitt það sem ég var að segja. Bækur eru skemmtilegri á frummálinu útaf svona hlutum.
Ég veit að það er ekki hægt að gera þetta í íslensku, og það er einmitt málið.
<br><br><b>bugland (höfundur á fanfiction.net) skrifaði:</b><br><hr><i>
Severus Snape petted me. Again. And gave me tea.
I think he likes me.
***
I licked Snape.
All through dinner, all I could think of was that I had just licked Snape.
Hermione and Ron knew something had happened. They kept looking at me expectantly, waiting for me to tell them. I couldn't. How could I possibly face either of them and say, ‘I licked Snape’?
</i><br><hr>
Já, þetta er Harry að hugsa
0