góðar en samt ekki bestar
Harry Potter er góð bók og hefur náð til allra aldurhópa. Þessar frábæru bækur um skólagöngu Harry í Hogward. Eftir fyrstu þrjár fannst mér þetta án nokkurs vavar besta bók sem ég hef lesið. Eftir 4 og 5 er ég orðinn frekar pirraður oft á því hversu mikið þarf að lesa svo að það fari loksins eitthvað að gerast. Þessar bækur eru í þessum hópi bóka sem ég vill helst lesa svona fantasiur. Þegar ég lauk mér af með bækur tolkiens og phillip pullman og da vinci lykillinn ffór ég að sjá hvað þetta var byrjað að vera langdregið stundum í Harry potter. Mér sjálfum finnst ekkert gerast fyrr en allt í einu í síðustu köflunum fer allt af stað og í rauninni gerist öll spennan í fimtu bók á síðustu köflunum. Fyrir krakka sem eru sammála mér bendi ég á bækurnar eftir phillip pullman gyllta áttavitann, lúmska hnífinn og skugga sjónaukann. Hringadróttinssaga er góð bók en er frekar langdreginn á köflum en góð fyrir þá sem vilja fylla upp í eiðunar fyrir þá sem finnst vanta eitthvað í myndinar.