Það eru til margar útgáfur af fanfiction, maaaaaargar margar. Sumar eru um Harry og félaga um leið og bækurnar enda, svokallaðar sjötta árs sögur. Svo eru líka til ‘missing moment’s eða týnd augnablik sem segja frá atriðum sem eru ekki tekin fram en gætu alveg passað inn í söguna. Svo eru til OC (original character/frumsamin persóna) sem jú, eru mjög algengar, oft vantar samt mikið upp á gæðin því allir vilja láta karakterana sína vera sem flottasta og gera þá svo fullkomna að engum finnst skemmtilegt að lesa um þá. Svo eru líka til svokölluð Alternate universe (AU - annars konar heimur) þar sem karakterarnir eru teknir og settir í annað umhverfi, t.d. þar sem Dumbledore hefði drepið Voldemort áður en hann drap foreldra Harrys eða ef Harry hefði verið sorteraður í Slytherin, eða jah bara að taka þessa krakka og láta þá vera í venjulegum skóla.
Ekkert af þessu er betra en annað, er bara mismunandi nálægt canon (bókunum).<br><br>Daddy, don't ever die on a friday! It can seriously damage your health!
Daddy, don't ever die on a friday! It can seriously damage your health!