Já, hún er byrjuð á 6. bókinni skv. frétt frá umboðsmanni hennar, Stuart Little, nú fyrr í vikunni. Í þeirri frétt sagði hann að fyrsta uppkast ætti að vera tilbúið í JANÚAR 2004 en ég trúi því varla. Nýgift kona, pínulítið barn, jólin, skipta sér af kvikmynd #3, hugsa um hvað eigi að gera við peningana sína, berjast fyrir MS-samtökin, koma fram, þetta tekur allt tíma.
Alla vega: sjötta bókin verður styttri bók en sú fimmta, sennilega fjögur-hundruð-og-eitthvað síður. Ath. að jafnvel þótt fyrsta uppkast verði tilbúið um páskana (gefum henni tíma til að opna jólagjafirnar), tekur a.m.k. 7 mánuði yfirlestur, prófarkalestur, prentun, o.fl. Ég efa að bókin nái út fyrir jólin 2004 á íslensku - en jafnvel á ensku. Mitt veðmál, 70:30 með því að enska útgáfan komi út í nóvember 2004. Og á íslensku í kringum sumardaginn fyrsta, 2005.
Kveðja, Asriel lávarður.