Auðvitað er hann öskrandi. honum var strítt í 11 ár í hjá Dursley fjölskyldunni, neitað um allt og komið fram við hann eins og rottu, falið sannleikann frá honum um dauða foreldra sinna og galdramátt sinn, sá foreldra sína í speglinum, sá Voldemort og barðist við hann (það er ekkert grín að sjá andlit á hnakka á manni) og hann fer á Runnaflöt.
Annað ár, var jafnvel farið enn verr með hann á Runnaflöt og látið sem hann væri ekki til og lokaður inn í herbergi (það er mjög pirrandi að tala og engin hlustar á mann), hann var skammaður fyirr eitthvað sem hann gerði ekki, fór að heyra raddir inn í veggjum skólans, talaði við snák og fólk fór að forðast hann, sá Hermione steinrunna, komst í kynnum við risa stóra kóngulær og var næstum dáinn, sá næstum Ginny deyja, barðist við Tom Riddle, var bitinn af snáki og var aftur í lífsháska, hann fer á Runnaflöt.
Þriðja árið, foreldrar hans niðurlægðir, hann þoldi ekki meira og fór, komst í kynnum við vitsugu í lestinni og heyrði ópin í mömmu sinni, Trealawney sífelt að spá fyrir honum dauða (ekki uppörvandi), Sirius sem trúað er að hafa drepið foreldra hans er flúinn úr Azkaban, slæst við vitsugubogga og upplifir dauða foreldra sinna aftur og aftur, kemst allt í einu að því að hann á eftirlýstan guðföður, hinn raunverulegi morðingi er laus, fyllist von um að hafa séð föður sinn sem er hann svo sjálfur, bjargar Sirius og Grágoggi, hann fer á Runnaflöt.
fjórða árið, fær martraðir um morð, hann er dreginn upp úr eldbikarnum, berst við dreka, Ríta Skeeters alltaf jafn leiðinleg, þarf að kljást við aðra þrautina, sér Croch snar klikkaðan, sér dómútskurð yfir drápurum og syni Croch, berst við allskonar verur í þriðju þrautinni, sér Cedric deyja, líður rosalegar þjáningar og berst við Voldemort, sér pabba sinn og mömmu koma úr sprota Voldemorts (og fleirri), “Skröggur” reynir að drepann, hann fer á Runnaflöt.
fimmta árið, hann fær engar fréttir og ekki neitt frá galdraheiminum og er gjörsamlega einangraður, enginn talar við hann og hann má eiginlega ekkert gera, hann berst við vitsugur, reglan kemur og nær í hann og hann hittir vini sína, tja þá blossar þetta allt saman upp á ný!
Draco og Snape eru ekki til að bæta úr skák…verkirnir í örinni ekki heldur.
Það er alveg heill hellingur sem hann hefur lent í, miklu meira en þetta sem ég taldi upp, og ég skil hann vel að öskra svona…ég er bara hálf hissa að hann hafi taugar í þetta.<br><br>Katta
<b>“Do not look where you fell, but where you slipped”</b>
<font color=“#990000”>
<b>Berja og skamma þyrfti þig
þrællinn grimmi svei þér.
Hættu að gjamma og glefsa í mig
Got to hell and stay there.</b></font>
<i>Káinn</i>
<a href=“mailto:666hell@visir.is”>666hell@visir.is</a>
<font color=“#800080”>Ef það er eitthvað sem er ekki fyrir börn þá er það <a href="
http://www.happytreefriends.com">
http://www.happytreefriends.com</a></font