Herrar mínir og frúr! Það hefur gerst! Það hefur loksins gerst!

Warner Brothers eru búnir að búa til trailer (auglýsingu, fyrir þau ykkur sem eruð ekki orðin fullnema í ensku) fyrir “Fangann frá Azkaban”. Þetta er um 1 og 1/2 mín langur treiler og við fyrstu sín virðist myndin vera miklu óhuggulegri en hinar tvær nokkurntímann. Það sést smá í vitsugurnar (reyndar bara hendurnar á þeim), Sirius sést smá og Neville sést klæða Snape í kjól með sprotanum sínum (allt í þágu varna gegn mykru öflunum, að sjálfsögðu! ;). John Williams stefið, sem alltaf hefur ómað í myndunum hingað til er bara spilað undir í byrjun og í lokin. Í staðinn er barnakór (man reyndar ekki eftir að það hafi einhverntímann verið kór í bókinum) Hogwarts-skóla eða e-ð sjóleiðis að syngja lagið “Something Wicked This Way Comes”. Þetta er allt saman mjög creepy, en mjög svalt!

Kíkið á http://www.comingsoon.net/movies/h/harrypotter3.php og náið í treilerinn. Þetta er snilld!

-Niveaboy hefur talað
"