tjaaa… það er náttúrulega margt í þessu sem að manni fannst tilgangslaust. En maður veit ekki hvað gerist í framhaldinu. Eins og með bróðir Hagrids td. hann gæti veirð hetjan í næstu bók, hehe, hvað veit maður.
Gott dæmi er td með þanna dótið með tjaldinu á sér, sem að Sirius datt síðan í. Harry stoppaði heillengi og var eitthvað að skoða það. Þá var ég alveg „get on with it” en síðan kom í ljós að þetta dót átti eftir að gera ýmislegt.
Ég fattaði reyndar aldrei hvort að Bella hafði beitt hann dauða bölvuninni eða hvort Sirius hefði bara dáið á því að detta í þetta dót.
En það er samt oft sem að hún er að lýsa herbergjum og hlutum, fannst mér amk, dáldið ítarlega. Er ekki með bókin þannig að ég get ekki flett upp neinu dæmi.
En eins og ég segi; það á margt eftir að gerast, maður veit td aldrei hvað verður í þessu með Cho, hvort það verður eitthvað meira eða hvort þetta var bara algjör sóum á tíma og plássi í bókinni að vera að bæta þessu ínní. Því að so far er þetta ekki búið að skila miklu, nema að sýna okkur að Harry er einn sá allra versti þegar að stelpum kemur. örugglega verri en Ron.
Hvað bókina í heild sinni varðar ég að segja að hún fór nú ekkert fram úr væntingum. “Lokaatriðið”, sem er alltaf í endann á bókunum sem að endar alltaf með því að einhver verður að vera á sjúkraálmunni og Harry talar við Dumbledore í dáldinn tíma og hann útskýrir hvað er búið að vera í gangi í bókinni, var ekkert svakalegt, þó það endaði reyndar þannig að Sirus dó, sem var hrikalega niðurdrepandi. En atriðið sjálft, leyfi mér að kalla þetta atriði, var amk ekki meira spennandi en í fyrra (bók 4) sem var mjög gott.
En samtalið sem hann átti við Dumbledore í lokin skýrði margt sem að maður hefði verið að pæla í og það var stór plús fyrir bókina.
Mér fannst lengdin á bókinni ekkert issjú. Mér fannst bara gaman að hlakka til að getað farið að lesa á kvöldin aðeins lengur en maður gerið með hina bækurnar. Mér fannst reyndar versta við það hvað hún var lengi að skrifa hana, það er það eina sem ég get sett út á.
Þar sem það er hægt að skirfa endalaust um þessa bók ætla ég að enda þetta hér og nú, þó að það sé aldrei að vita nema ég sleppi framan af mér beyslinu fjótlega aftur.
Kv.<br><br><b>Varinn</b> (<i>Addinn</i>)