ég fann þetta skífunni

Heimsmeistarakeppnin í Quidditch er hafin… (6/11)

Electronic Arts (NASDAQ: ERTS) gefur út í dag leikinn Harry Potter™: Quidditch World Cup. Leikurinn gefur öllum Harry Potter aðdáendum möguleika á að upplifa töfrana, kraftinn og hraðan sem fylgir Quidditch íþróttinni, uppáhaldsíþrótt galdramanna- og norna.



Leikurinn er hannaður af EA í Englandi, en þeir hafa áður gert Potter leikina Harry Potter and the Philosopher's Stone og Harry Potter and the Chamber of Secrets.



Quidditch er skemmtileg og fjölbreytt íþrótt, byggð upp á tveimur liðum sem samanstanda af sjö leikmönnum sem fljúga um á kústskafti, 4 boltar eru í leiknum og einstök stigagjöf. Í Harry Potter: Quidditch World Cup, geta leikmenn stýrt mönnum í öllum stöðum liðanna, hvort sem það er markmaður, hlaupari eða varnarmenn. Leikmenn geta spilað sem allar vistirnar í Hogwart skóla eða sem bestu landslið heims í Heimsmeistarakeppninni.

Í Heimsmeistarakeppninni geta leikmenn spilað sem landslið frá; Bandaríkjunum, Búlgaríu, Norðurlöndum, Englandi, Japan, Frakklandi, Þýskalandi og Ástralíu. Hvert lið hefur svo sinn eigin búning og ólíka heimavelli. Liðin búa einnig yfir ólíkum styrk- og veikleikum og ólíku leikskipulagi. Quidditch World Cup inniheldur bæði eins manns spilun og svo geta leikmenn einnig í fyrsta skipti í Harry Potter leikjunum spilað tveir á móti hvor öðrum.