Harry Potter og fönixreglan kom í búðir 1. nóvember kl.11.11 eins og margir vita.
ég fékk bókina mína í forsölu 30. október, fyrstu bókina á Akureyri. ég er ekki komin neitt rosalega langt, en ég verð að segja að það fer í taugarnar á mér sumar þýðingarnar. fyrir utan það, þá er enska útgáfan betri, því hún er með alla brandarana almennilega, en íslenska útgáfan kemur þessu svo asnalega út. líka finnst mér það þýtt svo asnalega hvað þau segja. enginn 15 ára krakki talar svona og mér finnst að það ætti að vera tekið tillit til hvernig þau tala.
annars er bókin frábær! hún er spennandi, og ekki eins langdregin og hinar, þó að þær hafi ekki verið neitt rosalega mikið langdregnar. Fjórða og fimmta bókin er að mínu mati bestu bækurnar. og ég get varla beðið eftir myndunum. J.K.Rowling kann svo vel að koma frá sér sögu sem bæði fullorðnir og börn lesa.
Í 5. bókinni er margt að gerast, og eins og flestir vita þá er Þú-veist-hver kominn aftur. En því miður fyrir Harry, vill Cornelius Fudge ekki trúa því og er að reyna að sannfæra alla galdramenn um að Harry sé heilabrenglaður. En sem betur fer eru nokkrir galdramenn sem trúa Harry og þeir hafa stofnað einskonar félag, Fönixregluna. Dumbledore er einskonar formaður í þessu félagi. Margar nýjar persónur koma til sögunar, nokkrar því miður ekki skemmtilegar. Lupin kemur aftur og Sirius er að sjálfsögðu með. Einnig fáum við að kynnast vinkonu Ginnyar sem er í Ravenclaw.
Endilega segjið mér hvað ykkur finnst um bókina, á íslensku eða ensku.