Mér finnst þetta mjög skrítin frétt en svo virðist sem bandarískur læknir (ónafngreindur) hefur fengið til sín þrjú börn sem kvörtuðu undan stöðugum hausverk vegna þess að þau lásu Harry Potter og fönixreglan stanslaust!
Bókin er 870 bls. í Bandaríkjunum
Howard Bennett læknir sem kallar einkennin Hogwarts-höfuðverkinn, í höfuðið á Hogwarts.
Hann segir að börnin þrjú, á aldrinum 8-10 ára , hafi í þrjá daga þjáðst af höfuðverknum. Þau höfðu öll varið mörgum klukkustundum í lestur á Harry Potter og Fönixreglunni.

Eftir greiningu sína ráðlagði Bennett sjúklingum sínum að hvíla augun en töfrar bókarinnar virðast hafa verið meiri en svo að það hafi dugað til. Tvö barnanna höfnuðu hugmyndinni um lestrarhléið algerlega og ákváðu þess í stað að taka inn verkjalyf og halda lestinum ótrauð áfram. Í öllum tilvikum hvarf höfuðverkurinn ekki fyrr en síðasta orð bókarinnar hafði verið lesið.

Fönixreglan er fimmta bók J.K. Rowling um Harry Potter og er nær því þrefalt þykkari en fyrsta bókin, Harry Potter og viskusteinninn“. Á vefsíðu höfundar kemur fram að hún ráðgeri að skrifa tvær bækur til viðbótar. Haldi þessi stigmögnun áfram uns Rowling lýkur sögunni, þá gæti riðið yfir faraldur Hogwarts-höfuðverkjarins á næstu árum, segir Bennett.


Heimildir www.mbl.is