Ji, Sirius lækkaði alveg í áliti hjá mér í þessari bók. Alltaf að gera allt til að láta Harry brjóta reglurnar; skildi ekki að þetta var ekkert grín lengur, lét Harry fá samviskubit yfir að fara í skóla, fór í fýlu þegar Harry þorði ekki að hitta hann í Hogsmeade…
..Samt, hvernig hann dó, dálítið niðurlægjandi. Dó ekki einu sinni í bardaga, heldur því hann datt í gegnum þetta hlið..
Og ég dauðvorkenndi Snape! Svo Harry að kenna honum um dauða Siriusar, þegar hann hefði barasta getað notað þennan guðsvolaða spegil…
Skil hann samt, sjokkið fyrst, það eina sem hann átti eftir sem tengdi hann við foreldra sína fyrir utan Lupin..
Ætli Harry verði jafn hrokafullur og pabbi hans var?
Eyrún