hehe… í fyrsta lagi er oft mælt með því að stafsetja nöfn á persónum rétt…
en í öðru lagi. Hver myndi vilja vera Harry Potter? Alast upp í kústaskáp, eiga enga vini, engin almennileg föt og ekkert dót þangað til hann er 11 ára? Foreldrar manns dáni, fólk deyr í kringum hann og hann er alltaf að lenda í eitthverju veseni? Jú, ók, hann á nokkra góða vini, Ron og Hermione og fleiri og stundum skemmtir hann sér ágætlega. Ég myndi samt ekki vilja láta eitthvern illan galdrakarl vera alltaf að reyna að drepa mig.
Og Draco Malfoy … nah. Hann á hræðilegan pabba, bestu vinir hans eru Crabbe og Goyle sem geta ekkert nema litið ógnvekjandi út, efast um að þeir séu mjög glöggir og skemmtilegir vinir. Jújú, hann á fullt af peningum en hann er svo leiðinlegur við alla að allir hata hann. Ekki myndi ég vilja það! Svo endar hann örugglega sem Drápari/Death Eater og það eru varla skemmtileg endalok.
Þannig að! Ég sé ekki hvernig nokkur manneskja sem veit eitthvað um þessar manneskjur myndi vilja vera annaðhvort Harry eða Draco:) Hitt er aftur á móti annað mál að ég væri alveg til í að vera eitthver annar í Hogwarts og kunna að galdra og svona;)
Endilega komið með rök ykkar fyrir því sem þið völduð!
<br><br>Daddy, don't ever die on a friday! It can seriously damage your health!
Daddy, don't ever die on a friday! It can seriously damage your health!