Fréttin er byggð á frétt sem ég las á The Daily Telegraph, http://dailytelegraph.news.com.au/story.jsp?sectionid=1 274&storyid=139861
Lestin, sem við Harry Potter aðdáendur þekkjum sem Hogwarts hraðlestina, var fyrir stuttu gefið nýtt útlit. Gengi í Scarborough, norður Englandi, braust inn á svæðið þar sem að lestin var geymd og skreytti hana í geim-stíl. Gengið var truflað áður en þeir náðu að spreya alla lestina, en þeir náðu þó að spreya á tvo vagna. Lestin, sem heitir réttu nafni Olton Hall, er mjög gömul, frá árinu 1937, og sem betur fer var gengið stöðvað áður en að þeir komust í það að spreya á sjálfa gufuvélina í lestinni.
“Þetta er mjög leiðinlegt og hefur gert mig og hitt starfsfólkið mjög reitt,” segir James Shuttleworth, sem vinnur hjá West Coast Railway Company, sem á lestina.
“Þetta mun vera hræðilegt fyrir milljónirnar af Harry Potter aðdáendum” sagði hann líka.
Talsmaður lögreglunnar sagði:
“Það á eftir að vera mjög dýrt að þrífa vagnana”.
Þetta er nú frekar ömurlegt. Pælið í því, þetta gengi, er ekki allt í lagi? Hafa þeir ekkert betra að gera? Það er bara svo geðveikt asnalegt að gera eitthvað svona…þetta þjónar engum tilgangi.