Um daginn birtist athyglisverð könnun, slóðin á hana er <a href="http://www.hugi.is/hp/skodanir.php?skodana_id=63421“>hér</a>. Þó hún sé vissulega illa stafsett eru þetta afar skemmtilegar hugmyndir um hvernig bókin endi.
Ég tók nokkra möguleika úr könnunni og setti þá hér (lagaði stafsetningavillur og bætti málfar):
Harry eignast barn í 6. bókinni. Þegar það er á öðru ári (í 7. bókinni) þá reynir Voldemort að drepa það. Hins vegar nær Harry að vernda það og deyr í staðinn en barnið lifir af og fær eldingarör á ennið. Þannig að það verður nýtt upphaf í endinum.
Kannski er Rowling að hugsa eitthvað í þessum dúr, enginn veit það nema hún.
—
Dumbledore eða Hagrid deyr og segir enhver rosalega mikilvæg orð við Harry.
Hver veit nema þetta gerist, en þetta er nú samt ekki beinlínis endir.
—
Harry drepur Voldemort.
Þetta er of svona ”týpískur“ endir. Vona að Rowling geri nú eitthvað nýstárlegra en þetta.
—
Voldemort drepur Harry og hið illa sigrar.
Þetta er betra.
—
Harry finnur ástina og verður ofsalega hamingjusamur.
Bíddu, en hvað með Volla? Hvarf hann bara eða hvað? Og síðan hvenær er Bókin einhver væmin klisja?
—
Lesandinn verður skilinn eftir sem eitt stórt spurningamerki og margar spurningar verða ósvaraðar.
Þannig myndi Rowling sleppa við að útskýra allt og hafa einhvern almennilegan endi.
—
Harry verður annaðhvart landsliðsmaður í Quidditch eða Auror(skyggnir).
Kannski gerist þetta ef hann lifir af Voldemort.
—
Hún endar á einhvern veg sem enginn gæti séð fyrir eða spáð um. Eitthvað algjörlega óvænt.
Eflaust.
—
Hún endar einhvernveginn þannig að það kemmst rosamikill boðskapur til skila.
Vonandi byrjar Rowling ekki á að predika yfir okkur :)
—
Og að lokum: Rowling hefur víst sagt að eitt plott skipti öllu máli fyrir bókina: J. K. Rowling (Anna Heiða þýddi):
<u>Það er einn hlutur sem skiptir öllu máli í sögunni. Ég yrði virkilega pirruð ef einhver gæti getið upp á því. Og þetta sprengir allt saman. Enginn hefur getið upp á því en nokkrir hafa komist nálægt réttu niðurstöðunni.</u>
…eða (Af vef BBC)…
<u>There is one thing that if anyone guessed I would be really annoyed, as it is kind of the heart of it all.
And it kind of explodes everything - and no one's quite got there, but a couple of people have skirted it.</u>
<br><br>SS pylsur <font color=”red">-</font> Fremstir fyrir bragðið, aftastir fyrir innihaldið
<b>Homer Jay Simpson skrifaði:</b><br><hr><i>Please don't eat me! I have a wife and kids. Eat them!</i><br><h