Um daginn birtist athyglisverð könnun, slóðin á hana er <a href="http://www.hugi.is/hp/skodanir.php?skodana_id=63421“>hér</a>. Þó hún sé vissulega illa stafsett eru þetta afar skemmtilegar hugmyndir um hvernig bókin endi.

Ég tók nokkra möguleika úr könnunni og setti þá hér (lagaði stafsetningavillur og bætti málfar):

Harry eignast barn í 6. bókinni. Þegar það er á öðru ári (í 7. bókinni) þá reynir Voldemort að drepa það. Hins vegar nær Harry að vernda það og deyr í staðinn en barnið lifir af og fær eldingarör á ennið. Þannig að það verður nýtt upphaf í endinum.

Kannski er Rowling að hugsa eitthvað í þessum dúr, enginn veit það nema hún.



Dumbledore eða Hagrid deyr og segir enhver rosalega mikilvæg orð við Harry.

Hver veit nema þetta gerist, en þetta er nú samt ekki beinlínis endir.



Harry drepur Voldemort.

Þetta er of svona ”týpískur“ endir. Vona að Rowling geri nú eitthvað nýstárlegra en þetta.



Voldemort drepur Harry og hið illa sigrar.

Þetta er betra.



Harry finnur ástina og verður ofsalega hamingjusamur.

Bíddu, en hvað með Volla? Hvarf hann bara eða hvað? Og síðan hvenær er Bókin einhver væmin klisja?



Lesandinn verður skilinn eftir sem eitt stórt spurningamerki og margar spurningar verða ósvaraðar.

Þannig myndi Rowling sleppa við að útskýra allt og hafa einhvern almennilegan endi.



Harry verður annaðhvart landsliðsmaður í Quidditch eða Auror(skyggnir).

Kannski gerist þetta ef hann lifir af Voldemort.



Hún endar á einhvern veg sem enginn gæti séð fyrir eða spáð um. Eitthvað algjörlega óvænt.

Eflaust.



Hún endar einhvernveginn þannig að það kemmst rosamikill boðskapur til skila.

Vonandi byrjar Rowling ekki á að predika yfir okkur :)



Og að lokum: Rowling hefur víst sagt að eitt plott skipti öllu máli fyrir bókina: J. K. Rowling (Anna Heiða þýddi):

<u>Það er einn hlutur sem skiptir öllu máli í sögunni. Ég yrði virkilega pirruð ef einhver gæti getið upp á því. Og þetta sprengir allt saman. Enginn hefur getið upp á því en nokkrir hafa komist nálægt réttu niðurstöðunni.</u>

…eða (Af vef BBC)…

<u>There is one thing that if anyone guessed I would be really annoyed, as it is kind of the heart of it all.
And it kind of explodes everything - and no one's quite got there, but a couple of people have skirted it.</u>


<br><br>SS pylsur <font color=”red">-</font> Fremstir fyrir bragðið, aftastir fyrir innihaldið

<b>Homer Jay Simpson skrifaði:</b><br><hr><i>Please don't eat me! I have a wife and kids. Eat them!</i><br><h