Ég held að þetta séu réttar upplýsingar:
Tom Marvolo Riddle/Voldemort var 15 ára þegar hann opnaði leyniklefann.
Það var fyrir 50 árum í annari bókinni.
Ég held að Hagrid hafi sagst hafa verið rekinn á þriðja ári sínu.
Í viðtali á milli fjórðu og fimmtu bókarinnar (ég geri ráð fyrir því hérna að hún hafi meint í fjórðu bókinni) sagði J.K Rowling að Dumbledore væri 150 ára, og að McGonagall væri sjötug.
Niðurstöður:
Ef þetta stenst allt, er Voldemort 68 ára í fimmtu bókinni; 15+50=65… og í þriðju bókinni 66, í þeirri fjórðu 67, svo 68, í sjöttu bókinni verður hann 69 ára og í sjöundu bókinni verður hann sjötugur… gæti það verið mikilvægt?
Á því ári sem Voldemort lét Hagrid vera rekinn úr Hogwarts-skóla var Hagrid þá líklega 13 ára, og 50 árum eftir það var hann 63 ára, svo 64… 65… 66 í þeirri fimmtu, og svo 67 og 68.
Þetta þýðir að árið áður en Voldemort laug uppá Hagrid hefur McGonagall útskrifast, og Hagrid, McGonagall og Voldemort hafa verið saman í Hogwarts.
Dumbledore hefur verið 98 ára þegar leyniklefinn var opnaður; 150-2-50=98.
Foreldrar Harry's voru drepnir árið 1981 (fengið af þessari síðu, takk :)); það var 13 árum áður en Voldemort var 68 ára, þá hefur hann verið 68-13=55 ára þegar hann drap foreldra Harry's.
Vona að þið hafi notið þessa korks :=).
<br><br>—————————–
Ef að heilinn væri nógu einfaldur til að við gætum skilið hann værum við of heimsk til að skilja hann!
_____________________________
Hugrakkasti stríðsmaðurinn er sá sem færir frið.
_____________________________
Hver veit, kannski er ég gáfaður, fyndinn og LÍKA sætur! =)
—————————–