það sem Dumbledore talaði um það sem væri bak við dyrnar í department of mysteries, það sem á að vera öflugara í öllum heiminum er líklegast kærleikur…
enginn getur sennilegast mótmælt því í okkar heimi er þetta viðurkennt og öll trúarbrögð boða kærleikann ofar öllu…þetta er sennilegast ekkert öðruvísi í galdraheiminum….Dumbledore sagði að Harry hefði meira af þessu afli en meðalmaður en að Voldemort hefði það ekki
Harry er umkringdur fólki sem þykir vænt um hann og líkar við hann( fyrirutan Slytherin vistina og the Dursleys)
Voldemort er svo illur að hann þekkir ekki ást og kærleika og honum hefur aldrei verið veitt ást né nokkrum þótt vænt um hann. það er því ekki nema von að Voldemort geti ekki barist á móti þessu afli sem hann hefur aldrei á ævinni kynnst.
Það styrkir kenninguna að Dumbledore sagði “ It was your heart that saved you” I öllum menningarsamfélögum hefur Hjarta(táknrænt) staðið fyrir ást og kærleika.
Ef að kenningin stenst þá…
Rowling gæti verið að senda út skilaboð til lesenda varðandi heimsástandið í dag, sem er hreint ekki sem best stríð o.s.f.v, að við verðum að læra að elska náungan og að elska frekar en að hata. hún er í betri aðstöðu til að hafa áhrif að samfélagið heldur en flestir aðrir og því væri þetta snjallt hjá henni…
anyway þá var þetta bara pæling sem að mér datt í hug að skrifa um..
E.
———————
Make Pizza not War..