Svikarinn
Ég var að pæla, fyrst Snape var drápari og njósnaði um Voldemort og fylgismenn hans, af hverju vissi hann þá ekki að Peter Pettigrew væri svikarinn, en ekki Sirius? Karkaroff svaraði eiginlega þeirri spurningu í fjórðu bókinni, við réttarhöldin yfir honum. Hann sagði að Voldemort hefði unnið mjög mikið á laun og jafnvel ekki látið alla dráparana vita nákvæmlega hverjir allir drápararnir voru, svo kannski er það þess vegna sem Snape vissi það ekki (eða kannski vissi hann það en vildi bara að allir héldu að Sirius væri svikarinn því honum var svo illa við Sirius). En ef þetta er ástæðan, þá finnst mér líklegt að það hafi verið margir aðrir dráparar sem vissu ekki heldur að Peter hefði verið svikarinn, svo hann þurfti kannski ekki að vera svo hræddur við dráparana, en líklega var nú samt alveg nóg af drápurunum sem vissi það. En ætli Snape hafi vitað allan tímann að Sirius væri saklaus? Mér finnst það alls ekki svo ólíklegt þegar ég fer að hugsa út í það.