Dálítið skrýtið
Í annarri bókinni var Harry áminntur fyrir að galdra utan skóla þó hann hefði ekki gert það, sem sagt Galdramálaráðuneytið tók eftir galdrinum þó hann væri framkvæmdur af öðrum en Harry. Í fimmtu bókinni hins vegar, þá kemur “the Advance Guard” og m.a. opnar hurðina að herberginu hans Harrys og síðan bakdyrnar með göldrum, Tonks kveikir ljós á sprotanum sínum og Moody framkvæmir felugaldurinn (Disillusionment Charm) á Harry, en galdramálaráðuneytið gerir enga athugasemd við það… Þó var “the Advance Guard” þarna gegn vilja ráðuneytisins. Kannski er einhver munur á göldrum sem eru framkvæmdir af húsálfum og fullorðnu galdrafólki, en ef ekki þá finnst mér þetta dálítið skrýtið.