Ég var að horfa á mynd númer 2 um daginn og tók ég eftir einum galla á myndinni eða sögunni öllu heldur! Þannig er mál með vexti að slangan sem á að vera ófreskjan, drepur fólk með því að horfa beint í augun á fólki. Ekkert má raska sjónlínunni milli augnanna , eins og myndavél, draugur, spegill eða hvað eina sem eyðilagði það að þetta var ekki bein sjón. En ég tók eftir að Vala Væluskjóða var með gleraugu og líka Harry Potter en hann dó samt ekki en það sem ég er að tala um er að hún var með gleraugun þegar hún horfði í augun á slöngunni svo ég get ekki talið þetta annað en galla! Ef maður lifir af að horfa í gegnum myndavél, spegil eða þess háttar ætti að gilda sama um gleraugu! Þetta er smá galli en ætti samt ekki að eyðileggja neitt um þessa frábæru sögu Harry Potter.
P.S: vildi bara deila þessu með ykkur hinum ;)
kv/Ello