Já ok, það hlaut að vera, mér fannst líka dálítið skrýtið að Fry hefði bara hætt að lesa þetta upp og látið annan taka við af sér, fyrst honum finnst þetta svona skemmtilegar bækur, hann sagði einhvers staðar að hann hefði byrjað að lesa fyrstu bókina með það í huga að kynnast persónunum til að geta lesið þær rétt, en eftir fyrstu blaðsíðurnar hafði hann steingleymt því, hann skemmti sér allt of vel við lesturinn. En þessi maður er snillingur, hafiði séð eitthvað af Jeeves&Wooster þáttunum? Algjör snilld! Ég hringdi í ríkissjónvarpið og bað þá um að endursýna þá fyrir stuttu, þeim leist vel á það, svo ég býst við að þeir verði sýndir á næstunni.